Evrópumót unglinga

Facebook
Twitter

 

Nú standa æfingarnar yfir þar sem keppendur fá að prófa allt húsið.  Á eftir er svo opnunarathöfnin.  Olíuburðurinn er mjög svipaður þeim sem var notaður á mótinu í fyrra en einu feti lengri.  Strákarnir byrja í tvímenning á morgun, Andri og Guðmundur kl 09:00 á braut 14 og Arnar og Þórður kl 13:15 á braut 15.  Á þriðjudaginn kl 09:00 spila svo Hafdís og Katrín og byrja á braut 6.

Mjög áhugavert verður að fylgjast með mótinu núna í ár, því fyrir utan að geta fylgst með skorinu á netinu (on-line scoring) þá hefur eigandi Lövvang sett upp 7 vefmyndavélar sem hver sýnir 4 brautir og hægt er að fylgjast með leikmönnunum á þeim.  Þetta hefur ekki verið reynt áður og verður fróðlegt að sjá hverning tengingin virkar.  Komnir eru tenglar neðst á heimasíðu mótsins sem senda ykkur áfram.  Það mun svo verða sett inn leikjaplan þar sem færslurnar milli brauta verða sýndar. 

Nýjustu fréttirnar