Stjórn KLÍ barst í fyrradag áskorun varðandi olíuburði. Stjórn svaraði í gær en þar sem ekki voru allir þeir sem skrifuðu undir afritaðir í póstinum var ákveðið að birta svar stjórnar einnig hér.
Góðan daginn,
Því miður getur stjórn ekki orðið við þessari áskorun.
Helsti galli á áskorun þessari er tímasetningin. Varðandi Íslandsmót
einstaklinga, þá er ekki mögulegt að breyta móti sólarhring áður en
skráningu lýkur. Ef þessi áskorun hefði komið í síðasta mánuði þegar
mótið var auglýst hefði verið sjálfsagt að skoða tillöguna að hafa
styttra á milli olíuburða. Ef við breytum þarf að auglýsa mótið aftur
og það er ekki mikið um göt í dagskránni sem við getum komið mótinu
fyrir í . Einnig eru keppendur að koma erlendis frá og væntanlega
miða sitt kúluval við auglýsta olíuburði.
Varðandi deildarolíuburðinn, ef olíuburðinum yrði breytt þá náum við
ekki að klára deildarspilamennskuna á áætluðum tíma, þ.e. væntanlega
þyrfti að leika þær umferðir aftur sem þegar hafa verið leiknar í
þessum olíuburði, svo ekki sé minnst á kostnaðinn.
f.h. stjórnar KLÍ
Þórir Ingvarsson
formaður