Dregið var í undanúrslit hjá körlunum í gær, bikarmeistarar ÍR-KLS komu fyrstir upp úr pottinum og munu þeir annað hvort mæta KFA-ÍA eða KR-A en þeim leik var frestað í 8. liða og verður hann spilaður 2. febrúar á Akranesi . Þriðja liðið úr pottinum var KR-B og munu þeir mæta annað hvort ÍR-PLS eða KFR-Lærlingum en þeim leik var einnig frestað og verður hann spilaður laugardaginn 4. febrúar kl. 15:00, þarna eru spennandi viðureignir í gangi og hvet ég fólk til að mæta og styðja sitt lið. Undanúrslitin verða svo spiluð þriðjudaginn 10. apríl kl. 19:00 og fara allir leikirnir fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð.
