Nokkrar viðbætur hafa verið gerðar á heimasíðunni og tengdum skjölum. Tveir nýir liðir eru komnir inn undir „Upplýsingar“ en það eru þinggerðir og aganefnd. Undir þinggerðum eru alla ársskýrslur frá upphafi KLí (utan ein) og nokkrar þinggerðir. Ef einhver á ársskýrslu 1998 væri gaman að fá að afnot af henni. Undir aganefnd er nýlegir úrskurðir aganefndar. Þá er búið að uppfæra listann yfir Íslandsmeistara unglinga.
Þá er búið að uppfæra almennar keppnisreglur eftir þing WTBA í haust. Breyting var á reglu 2.7 (Leikið á rangri braut) í þá veru að ef leiknir eru fleiri en fjórir stakir rammar á rangri braut heldur leikurinn áfram án leiðréttingar. Regla 2.10 (Keilukúla – Breyting á yfirborði) var flutt yfir í kaflann um heimsmeistarmót og er nú regla 4.10. Reglan átti víst aldrei heima í almennum keppnisreglum og mun verða ákveðið á næsta þingi KLÍ hvort hún verður áfram. Þá varð ein breyting á reglu 4.22 (Hæg spilamennska) sem sem stjórn ákvað að myndi fara fyrir næsta þing. Sú breyting felur í sér að keilari skal gera þegar settin sitt hvoru megin við hann eru auð og annar leikmaður á sama setti má ekki gera fyrr en leikmaður á settum sitt hvoru megin við er búnir að kasta, nema þeir séu ekki tilbúnir, þannig að keilarar verða að fylgjast með tveim brautum til hvorrar handar. Þetta er eins og leikið er á mótum erlendis, enda í kaflanum um mót sem haldin eru af WTBA.