Theódóra Ólafsdóttir sem hefur verið starfsmaður KLÍ síðast liðin tvö ár hefur sagt starfi sínu lausu og tekur uppsögnin gildi um áramót. Stjórn KLÍ þakkar henni störf hennar og samstarfið á liðnum árum. Hún hefur samþykkt að sjá um skráningu á skori í janúar á meðan leitað verður nýs starfsmanns. Við munum svo auglýsa eftir áramótin, þannig að ef þið vitið að einhverjum góðum kandídat, endilega látið hann vita.
