Norðurlandamót ungmenna

Facebook
Twitter

Norðurlandamót ungmenna verður haldið hér á landi 17. til 19. nóvember.  Mótið er einnig kallað Nordic Youth Cup (NYC) og NM U-23. Við munum birta fréttir af mótinu hér á síðunni og til þess að samlandar erlendu keppendanna geti fylgst með framvindu mála munu flestar fréttir verða á ensku.  Við munum birta úrslitin hér á síðunni en mikið væri samt gaman ef þið ættuð þess kost að kíkja í Keiluhöllina og hvetja krakkana okkar áfram. Stúlknaliðið skipa Ástrós Pétursdóttir, ÍR, Karen Rut Sigurðardóttir, ÍR, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, KFR, og Steinunn Inga Guðmundsdóttir, ÍA.  Piltaliðið skipa Arnar Davíð Jónsson, KFR, Einar Sigurður Sigurðsson, ÍR, Jón Ingi Ragnarsson, KFR og Skúli Freyr Sigurðsson, ÍA.  Dagskrá mótsins er hér

Nýjustu fréttirnar