Evrópubikar einstaklinga í keilu verður lekinn núna í vikunni í Lahti í Finnlandi. Íslandsmeistararnir taka þátt fyrir okkar hönd en það eru Dagný Edda Þórisdóttir, KFR og Hafþór Harðarson, ÍR. Þau leika 8 leiki á dag í 3 daga og byrja á miðvikudaginn. Hörður Ingi Jóhannsson fer með þeim sem þjálfari og farastjóri. Þið getið fylgst með þeim á heimasíðu mótsins – www.keilalu.fi/ecc/.
