Þá er unglingalandslið Íslands komið til Munchen í Þýskalandi, en þar taka þeir þátt í Evrópumóti unglinga frá 17. – 24. apríl. Liðið er þannig skipað: Arnar Davíð Jónsson, Einar Sigurður Sigurðsson, Guðlaugur Valgeirsson og Þórður Örn Reynisson. Með þeim í för er Theódóra Ólafsdóttir. Í mótinu taka þátt 186 keppendur frá 33 þjóðum. Strákarnir byrja að spila á þriðjudaginn. Nánar hér á síðunni og á heimasíðu mótsins.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu