Stjórn KLÍ ásamt Tækninefnd KLÍ hafa ákveðið að olíuburður í deildunum er og verður London, en það hefur verið frekar ruglingslegt hvaða London hefur verið í gangi en nú er það komið á hreint hér með.
Þar sem Kegel sá ástæðu til að uppfæra olíuburðinn, þar sem hann var gallaður, fannst KLÍ ekki rétt að bjóða uppá „gallaða vöru“ þegar annað er í boði.