Þá er lokið keppni í langri olíu og báðum gekk betur en í gær, Dagný spilaði á 186,5 í meðaltali og bætti sig um 6 pinna frá deginum á undan en Jón Ingi spilaði á 201 og bætti sig um 9 pinna. Hann var í 14. sæti af karlkeppendunum í löngu olíunni. Á morgun er síðan keppt í langri og stuttri olíu og þurfa þau bæði að sækja á til að komast í úrslit, Dagný er í 24. sæti og er 191 pinna frá 8. sæti og Jón Ingi er í 16. sæti og vantar 158 pinna í úrslit. Fylgist með keppendunum okkar hér.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu