Við vorum rétt í þessu að klára þrjá leiki í mið olíu í þrímenningi og spiluðu strákarnir ekkert sérstaklega vel, best spilaði Jón Ingi 561, Róbert 553, Hafþór 537, Magnús 523, Ingi 507 og Kristján 499. Þetta er skrambi erfitt og er refsað um leið og kast er ekki nógu gott. Það eru margir frábærir spilarar í tómu tjóni eins og Domenic Barret frá UK sem spilaði í gær 1030, það er smá huggun þó það hjálpi ekki okkar strákum.
Ég læt í mér heyra næst þegar við erum búnir að spila í liðakeppninni.
kv
Hörður Ingi