Stelpurnar fóru snemma á fætur í morgun og byrjuðu að spila klukkan 8. Ástrós spilaði 555 og er í 46. sæti með 173 í meðaltal, Steinunni gekk ekki eins vel og spiaði 443 og er í 57. sæti með 158 í meðaltal. Þær eru síðan í fríi á morgun og spila einstaklinginn á laugardag.
Strákarnir byrja brösulega og fyrsti leikurinn 679. Annar leikurinn sýnu betri 820 og eru þeir í 16. sæti ef miðað er við að allir séu búnir með 5 leiki. Í þriðja leik spiluðu þeir 738 og enda á 4504 sem er 187,7 í meðaltal. Þessi spilamennska skilaði þeim 18. sætinu, annars spiluð þeir svona: Arnar Davíð 631, Skúli 574, Guðlaugur 553 og Einar 479. Eftir 12 leikir er Arnar Davíð í 36. sæti, Skúli í 44, Einar í 101 og Guðlaugur í 103.
Fyrr í dag settu Grikkir Evrópumet unglinga í 3 leikjum 2568.
Úrslitin byrja kl 20 og hjá stelpunum eru það (Danmörk, Ísrael, Tékkland og Italía í tilefni dagsins) Þýskaland, Rússland, Svíþjóð og England sem leika til úrslita. Hjá strákunum eru það Svíþjóð, Grikkland, Finland og England.