Í dag er keppt í liðakeppni, 4ra manna lið, og byrjuðu stelpurnar kl 9 í morgun. Þær spila með pólsku stelpunum sem einnig eru bara tvær. Þær fóru vel af stað en hér eru leikirnir þeirra:
Steinunn 191 – 147 – 179 = 517 ; Ástrós 223 – 170 – 156 = 549.
Strákarnir eru að í seinna hollinu í dag og eru nýbyrjaðir. Það eru spilaðir 3 leikir í dag og 3 á morgun og byrja stelpurnar kl 8.
Strákarnir byrja vel og spiluðu 808 er það 6 hæsti leikurinn í fyrsta leik. Svíar eru efstir með 917. Í öðrum leik spiluðu þeir 708 og í þriðja 751 og eru í 16. sæti.
Hér eru myndir af fyrsta og þriðja leik. Á myndinni fyrir þriðja leik má sjá hvað serían er hjá hverjum og einum.
Nú þegar mótið er hálfnað er Ástrós í 50. sæti og Steinunn í 56. sæti af þeim 68 stúlkum sem taka þátt í mótinu. Hjá strákunum er Skúli í 40. sæti, Arnar í 42. sæti, Einar í 100. sæti og Guðlaugur í 107. sæti af þeim 110 piltum sem taka þátt í mótinu.