Okkar fólk kláraði sinn leik í gær, Lísa endaði eins og fyrr er sagt í 24 sæti með 191 í meðaltal og Steini endaði í 15 sæti með 215 í meðaltal, nokkur rómur er um að mótið spilist með hærra skori en hefur sést í langann tíma, en tæknimenn vilja þakka það því að húsið er með þeim betri sem þeir hafa tekið út lengi, muna reyndar bara eftir 2 húsum sem hafa verið með jafnari og flatari brautir; Tali í Helsinki og húsið sem Evrópumót unglinga var haldið í árið 2007 – einnig í Grikklandi (Thessaloniki).
Með bestu kveðju frá Krít,
Valgeir