Evrópukeppni landsmeistara

Facebook
Twitter

Okkar fólk kláraði sinn leik í gær, Lísa endaði eins og fyrr er sagt í 24 sæti með 191 í meðaltal og Steini endaði í 15 sæti með 215 í meðaltal, nokkur rómur er um að mótið spilist með hærra skori en hefur sést í langann tíma, en tæknimenn vilja þakka það því að húsið er með þeim betri sem þeir hafa tekið út lengi, muna reyndar bara eftir 2 húsum sem hafa verið með jafnari og flatari brautir;  Tali í Helsinki og húsið sem Evrópumót unglinga var haldið í árið 2007 – einnig í Grikklandi (Thessaloniki).

 Nú eru byrjuð 8 manna úrslit karla og kvenna og eru þar hörkuspennandi leikir í gangi, og ekki hægt að spá fyrir um úrslit, látum hvern sem er fletta upp úrslitum á heimasíðu mótsins www.ecc2009.gr og leita undir liðnum „results“  vinstra megin á síðunni.

 Nokkur korn frá mótinu:

 Báðir Rússnesku keppendurnir enduðu í 9 sæti – eða voru næst því að komast inn í úrslit, og var það frekar dramatískt hjá báðum, kvennkeppandinn (16 ára stúlka sem er bráðefnileg) þurfti að fá fellu í fyrsta kasti í 10 ramma í síðasta leik, en fékk bara 9 niður en sú tíunda dansaði áður en hún ákvað sig með að standa, feykti og fékk síðan fellu – var úti á 5 pinnum…   Karlkeppandinn var með fellu í 9 ramma og hélt hann þyrfti tengingu, fékk bara 9 (skildi tíuna eftir) úr frábæru skoti, hélt að þar með væri hann úti, var með kæruleysislega tilraun til feykju sem mistókst – ef hann hefði feykt og fengið 8 eða meira í bónusskotinu þá hefði hann farið upp í 7 sæti….

 Í fjórðungsúrslitum karla leika saman keppendur frá Katalóníu og Lettlandi, núverandi þjálfari Katalóníu er fyrrverandi þjálfari Lettlands og ól upp (keilulega) keppandan þaðan sem er mjög ungur piltur 18 ára að aldri.

 

Með bestu kveðju frá Krít,

Valgeir

Nýjustu fréttirnar