Landsmót UMFÍ

Facebook
Twitter

Landsmót UMFÍ verður haldið á Akureyri um næstu helgi.  Í fyrsta sinn verður keila á landsmótinu en hún verður sýningargrein þar.  Þetta er í samstarfi við UMFÍ, Keilufélag Akureyrar og keilusalinn á Akureyri.  Við verðum að frá 12 til 16 á laugardeginum, byrjum á keppni og síðan verður kennsla.

Leikin verður ein sería uppá heildarskor.  Við reiknum með 12 keppendum og verða t.d. Lísa, Guðný Gunnars, Róbert Dan og Jón Ingi meðal keppenda.  Það verður gaman að sjá hvernig landsliðsfólkinu tekst upp í nýju húsi.  Að keppni lokinni verður kennsla og munu Hörður og Dóra stýra henni og njóta aðstoðar nokkra keppenda.  Ef þið eruð á svæðinu, endilega kíkið við.  Hér er tengill á heimasíðu mótsins.

Nýjustu fréttirnar