Jæja þá er dagur 4 búinn og við kláruðum fyrrihlutann af þrímenningi og byrjuðu Jón Ingi, Addi og Hafþór. Jón Ingi átti frábæran dag og spilaði eins og sá sem valdið hefur og gaf þessum stjörnum í salnum ekkert eftir en hann spilaði 190-205-267 = 662, Addi spilaði alveg ágætlega en engan veginn ánægður, eða 178-195-210 og Hafþór spilaði að hans áliti ekki vel eða 186-191-206 = 583 og nú seinnipartinn spiluðu Róbert og Stebbi, Róbert átti alveg afleitan dag hann spilaði 138-196-143 = 477, en Stebbi skilaði góðum degi eða 198-145-257 = 600. Staðan eftir fyrri hlutann (stutta olíu ) Svíar í 1. og 2. sæti, við í 9 sæti
Í tvímenning lenntum við í 20. sæti og 64. sæti af 86, en Finnar unnu , Svíar í 2 sæti og Englendingar og Norðmenn í 3 sæti, 3 norðurlandaþjóðir í topp 4
kv. frá Álaborg
Hörður Ingi