Morguninn byrjaði á tvímenning og voru Róbert Dan og Jón Ingi í þessu skoti, Róbert byrjaði vel og var a’ kasta vel en lenti svo í basli og var frekar erfitt hjá honum eftir fyrsta leikinn, hann spilaði 236-178-185-190-156-193 =1138. Jón Ingi ekki eins vel en fór batnandi fram í 4 leik þá fór að síga á ógæfuna, hann spilaði 160-204-213-171-158-167 =1073. Þessi stuttu olíuburður er bara skít erfiður og sést það best á skori þeirra bestu en nokkrir voru að höndla þetta eins og Hafþór og er hann í 3 sæti eftir stutta olíuburðinn. Núna kl. 6 (4 isl.) hefst langi olíuburðurinn í tvímenning hjá Hafþóri og Adda.
meira í kvöld eftir tvímenninginn
kv. frá Álaborg
Hörður Ingi