EMC 2009

Facebook
Twitter

Nú hafa 5 af bestu keilurum Íslands komið sér fyrir í Álaborg og munu þar á næstu dögum keppa á Evrópumeistaramóti landsliða í keilu. Á morgun og sunnudag verður spilaður tvímenningur í stuttum og löngum olíuburði. Þeir sem að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu eru, Arnar Sæbergsson, Hafþór Harðarson, Jón Ingi Ragnarsson, Róbert Dan Sigurðsson og Stefán Claessen. Þjálfari í ferðinni er Hörður Ingi Jóhansson. Nánar má fylgjast með mótinu á heimasíðu mótsins. Vert er að geta þess að á síðunni er hægt að fylgjast með strákunum í beinni útsendingu þegar að þeir eru að spila.

Nýjustu fréttirnar