Í gær setti Arnar Davíð Jónsson KFR-Lærlingum 2 glæsileg Íslandsmet í jólamóti ÍR, hann byrjaði á að spila 259 og í næsta leik gaf hann aðeins eftir og spilaði 245 og var þá komið met í tveimur leikjum 504, hann hefur verið eitthvað svektur út í sjálfan sig fyrir að gefa eftir því hann gaf heldur í í þriðja leiknum og spilaði 279 og þá var komið annað met nú í þremur leikjum 783, eins og allir vita er Arnar Davíð aðeins 14 ára og er metið því í 3. flokki unglinga 13-14 ára. Til hamingju með þetta Arnar Davíð, Glæsileg spilamennska. Það þarf kanski ekki að taka það fram að Arnar Davíð sigraði *’flokkinn í jólamótinu.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu