AMF í Mexico

Facebook
Twitter

4. keppnisdagur

Í gær lauk þáttöku Jóns á þessu móti og í heildina stóð hann sig vel.  Í gær lenti jón í ógöngum og átti erfitt uppdráttar, hann spilaði fyrsta leikinn ágætlega en fékk fullt af glennum í öðrum leik og eftir það kastaði ekki nógu vel og því fór sem fór, leikirnir voru þannig: 213-144-229-197-197-187.  Hann endar með 200 í meðaltal eftir 24 leiki og er ég bara sáttur með þá útkomu.  Nú ætlum við að sleikja sólina svolítið og horfa á úrslitin, við komum heim á mánudagsmorgun og kveðjum við þar til við sjáumst næst.

Kveðja frá Mexico

Hörður Ingi og Jón Ingi

 

Nýjustu fréttirnar