Leikið var í langri olíu á öðrum degi mótsins í Duisburg. Steinþór spilaði 1582 eða þrem pinnum lægra en á fyrsta degi. Hann er núna í 21. sæti með tæpa 198 í meðaltal og er 196 pinnum frá áttunda sætinu. Dagný spilaði 1479 og er í 24. sæti. Hún er með 185,8 í meðaltal, en vantar 328 pinna í 8. sætið. Leikið er í blandaðri oliu í dag og byrjar Dagný að spila klukkan 9. Nánar á heimasíðu mótsins.
