Evrópubikar landsmeistara

Facebook
Twitter

Keilusamband Íslands sendi að vanda keppendur til þátttöku á Evrópubikar landsmeistara í keilu, en að þessu sinni verður mótið haldið borginni Duisburg í Þýskalandi dagana 20. október til 26. október 2008.

Fulltrúar okkar á mótinu eruÍslandsmeistarar einstaklinga 2008, þau Dagný Edda Þórisdóttir  úr KFR og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR.  Þjálfari, fararstjóri og fulltrúi KLÍ er Theódóra Ólafsdóttir.

 

Mótið verður haldið í 24 brauta salur, Treff Bowling Centre

Keppnisfyrirkomulag mótsins er þannig að keppt er í einstaklingskeppni þar sem spilaðir eru 8 leikir í senn í þrem leikjablokkum,  8 leikir í stuttri olíu, 8 leikir í langri og síðan 8 leikir blandað þ.e.s.a. stutt og löng á sama setti alls 24 leikir.  Að loknum þessum 24 leikjum komast 8 efstu keppendurnir í karla- og kvennaflokki áfram í úrslit. Nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins .

Nýjustu fréttirnar