Jæja þá var leikið í þrímenning í morgun og eftir hádegi. Það gekk á ýmsu í spilamennsku hjá all flestum, en okkar menn spiluðu þannig: Árni Geir 211-201-182 = 594, Steini 172-199-200 = 571 og Hafþór 236-188-190 = 614. Samtalls spiluðu þeir 1779 sem er 197 í meðaltal. Eftir hádegi spiluðu svo Andrés 138-193-159 =490, Maggi 179-168-188 =535 og Addi 178-218-123 =519 samtalls 1544 171,5 í meðaltal. Þetta voru mjög skrítnar aðstæður eftir hádegið. Í öðrum leik voru 2 lið með yfir 600 önnur lið undir. á morgun verður spilað í stuttri olíu í þremenning og vonandi verður skorað meira á morgun, þangað til kveðjum við og um leið sendum við Gaua og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Ágústu Þorsteinsdóttur.
Hörður Ingi