Nú er draumurinn orðinn að veruleika, Heimsmeistaramótið er hafið með tvímenning í dag. Hafþór og Steini byrjuðu í fyrsta holli og stóðu sig vel, Hafþór spilaði 191-235-169-176-279-234 = 1285 og Steini spilaði 201-202-235-189-170-219 =1216 og svo voru Andrés og Árni Geir að klára rétt í þessu, Andrés spilaði 199-153-173-190-253-157 = 1125, Árni Geir spilað frábæra keilu 224-225-229-224-199-204 = 1305. Addi og Maggi spila í fyrramálið kl. 09:00 að staðartíma, munurinn á isl.tíma og Bankok tíma eru +7 tímar. Það gengur allt mjög vel hérna, staðsetningin á hótelinu er ekki beint í neinu túristahverfi, okkur er ráðlagt að fara ekkert út á kvöldin labbandi, við erum ca. 40 mín í rútu á leiðinni í keilusalinn, þannig að það er ekkert hægt að skjótast í salinn á sjá aðra spila því þá þarf maður að stoppa í 3-4 klst. það gengur annars mjög vel hérna og allir eru ánægðir með dvölina hér. Þetta er gott að sinni, skrifa aftur á morgun.
Kveðja til allra frá okkur strákunum.
Hörður Ingi