Í dag var leikið í tvimenning pilta og náðu íslendingarnir Hafþór Harðarson og Róbert Dan Sigurðsson fjórða sæti í undankeppninni og þar með sæti í undanúrslitum.
Efstu liðin í undankeppninni voru:
1. England (Matt Hann og Dominic Barret) 2790 stig – Dominc Barret setti heimsmet í 6 leikja seríu uppá 1.490 stig
2. Svíþjóð ( Kim Bolleby og James Gruffman) 2.735 stig
3. Singapore (Gregory Gan og Mark Wong) 2.688 stig
4. Ísland (Róbert Dan Sigurðsson og Hafþór Harðarson) 2.663 stig – Hafþór setti næst hæstu seríu sem leikin hefur verið á HM unglinga uppá 1.422 stig.
5. England 2 2.621 stig – komust ekki í undanúrslit.