Keppendurnir okkar hafa lokið einstaklingskeppninni á heimsmeistaramótinu í Orlando. Stefán Claessen var með hæsta skorið eftir daginn 1202 og endaði í 41. sæti. Róbert endaði með 1192, Hafþór 1167, og Jón Ingi með 1136. Alls eru 194 keppendur í mótinu. Það þurfti 1310 til að ná í úrslit og endaði Dominic Barrett frá Englandi sem heimsmeistari.
Hjá stelpunum var Magna með 984 og Karen með 941, en það þurfti 1271 í úrslit. Heimsmeistari hjá stúlkunum var Park Mi Ran, Korea.