Heimsmeistaramót ungmenna

Facebook
Twitter

Heimsmeistaramót ungmenna 2008 verður haldi í Orlando USA. 16. til 26. júlí n.k. Fyrir Íslands hönd keppa þar fjórir piltar og tvær stúlkur.  Piltaliðið er þannig skipað: Hafþór Harðarson ÍR, Jón Ingi Ragnarsson ÍR, Róbert Dan Sigurðsson ÍR, og Stefán Claessen ÍR.  Stúlknaliði er þannig skipað: Karen Rut Sigurðardóttir ÍR og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR.

Þjálfarar liðanna og farastjórar eru Hörður Ingi Jóhannsson og Theódóra Ólafsdóttir.

 

 

 

Heimasíða mótsins er www.2008wyc.com.

 

58 þjóðir taka þátt í Heimsmeistaramóti ungmenna  að þessu sinni.  Keppt verður í einstaklingskeppni, tvímenningi og liðakeppni  6 leikir í hverju. 16 efstu leikmennirnir eftir þessa 18 leiki komast áfram og keppa í Master event það eru átta viðureignir í Master event.1. þrep:  Keppendur í sætum 1 til 16 keppa samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi þ.e. keppandi í 1. sæti á móti keppanda í 16. sæti, Hver viðureign er 2 – 3 leikir þ.e. keppandi þarf að vinna 3 leiki til að komast áfram í keppninni. –

2. þrep:  Sigurvegarar úr viðureignum samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi eins og í þrepi 1. – Samtals 4 viðureignir.

3. þrep:  Sigurvegarar úr viðureignum í 2. þrepi keppa innbyrðis – Samtals 2 viðureignir.

4. þrep: Sigurvegarar úr viðureignum í 3. þrepi keppa til úrslita.

 

Nýjustu fréttirnar