Evrópumót kvenna.
Íslenska kvennalandsliðið í keilu hefur nú lokið keppni á Evrópumótinu í keilu sem haldið hefur verið í Óðinsvé í Danmörku. Alls tóku 130 konur frá 25 þjóðum þátt. Liðið tók þátt í keppni í tveggja-, þriggja- og fimmmannaliðum og stóðu sig með ágætum.
Samanlagt úr öllum leikunum enduðu þær þannig:
64. sæti Alda Harðardóttir 189.2 meðaltal
66. sæti Magna Ýr Hjálmtýsdóttir 189.0 meðaltal
87. sæti Guðný Gunnarsdóttir 178.9 meðaltal
93. sæti Elín Óskarsdóttir 177.1 meðaltal
96. sæti Dagný Edda Þórisdóttir 175.7 meðaltal
102. sæti Ragna Matthíasdóttir 173.2 meðaltal
Norðlandaþjóðirnar voru sigursælar á mótinu og urðu Svíar evrópumeistarar í tveggja- og fimmmannaliðum og Danir í þriggjamannaliðum. Helén Johnson frá Svíþjóð var hæst úr öllum leikjunum samanlagt. Evrópumeistari einstaklinga varð svo Nina Flack frá Svíþjóð en hún vann Maj Ginge Jensen frá Danmörku í úrslitum.
Einnig voru slegin mörg evrópumet:
Helén Johnson, Svíþjóð í þremur, sex og 24 leikjum.
Svíþjóð í tveggjamannaliðum í þremur, sex og tólf leikjum.
Svíþjóð í fimmmannaliðum bæði í einum, þrem og sex leikjum.