Nú er lokið fyrri degi liðakeppninnar hér á Evrópumótinu í Óðinsvé. Stelpurnar okkar spiluðu 2807 og eru í 13. sæti. Alda var efst með 634, Magna Ýr 620, Dagný Edda 529, Elín 519 og Ragna 505. Guðný spilaði svo í seinni riðlinum og spilaði 605. Hún kemur inn fyrir Rögnu í seinni hlutanum á morgun. Danir spiluðu vel í morgun og settu nýtt evrópumet í þrem leikjum 3314, en sænska liðið gerði sér lítið fyrir og sló það eftir hádegi með 3331 og setti einnig evrópumet í einum leik 1207. Liðakeppninni lýkur svo á morgun og spilar íslenska liðið í seinni riðlinum sem byrjar klukkan 13 að staðartíma. Ragna spilar aftur á móti klukkan 8.
Magna er sem fyrr efst af stelpunum í meðaltali með 191.1 og Alda fylgir henni fast á eftir með 186.4