Nú í morgun lagði kvennalandsliðið í keilu upp í ferð til Óðinsvéa til þátttöku í evrópumóti kvennalandsliða. Íslenska liðið skipa Gudný Gunnarsdóttir, Ragna Matthiasdóttir, Dagný Edda Þórisdottir, Alda Harðardóttir, Elín Óskarsdóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir. Þær hefja keppni á laugardagsmorgun og munu þá spila tvímenning. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins
