Bætt hefur verið við valmöguleikanum á www.kli.is að fá fréttir með RSS streymi inn í forrit sem að meðtaka RSS. Ef að fólk notar t.d. Microsoft Outlook þá er lítið mál að setja slóðina http://www.kli.is/frettir/rss/ inn í RSS möppuna í Outlook og þá kemur tilkynning í hvert skipti sem að ný frétt er skrifuð nánast samtímis og hún er birt á vefnum. Flest póstforrit í dag styðja RSS og ætti því að vera lítið mál fyrir keilara að fylgjast með því sem að er í gangi í keilunni.
