Úrslitakeppnin í Utandeildinni 2008 var leikinn í gær og fyrradag.
Fyrra kvöldið léku tvö efstu liðin í hverjum riðli saman í tveimur riðlum. Í riðli 1 léku Gutterballs, Keflavík 1, 104 B.C. og Landsbankinn. Eftir jafna og spennandi keppni voru 3 lið með 4 stig en aðeins tvö sæti í boði í úrslitum. Það réðst því á heildarskori hvaða lið kæmust áfram og það voru Gutterballs og Keflavík 1.
Í hinum riðlinum léku RB, Mammút, GB United – B og Flytjandi. GB United-B vann alla sína leiki en það rést á heildarskori hver fylgdi þeim áfram því hin þrjú liðin voru öll með tvö stig. Það var RB sem komst áfram, var með 8 stigum meira en Mammút í heildarskor.
Úrslitakeppnin í Utandeildinni 2008 var leikinn í gær og fyrradag.
Fyrra kvöldið léku tvö efstu liðin í hverjum riðli saman í tveimur riðlum. Í riðli 1 léku Gutterballs, Keflavík 1, 104 B.C. og Landsbankinn. Eftir jafna og spennandi keppni voru 3 lið með 4 stig en aðeins tvö sæti í boði í úrslitum. Það réðst því á heildarskori hvaða lið kæmust áfram og það voru Gutterballs og Keflavík 1.
Í hinum riðlinum léku RB, Mammút, GB United – B og Flytjandi. GB United-B vann alla sína leiki en það rést á heildarskori hver fylgdi þeim áfram því hin þrjú liðin voru öll með tvö stig. Það var RB sem komst áfram, var með 8 stigum meira en Mammút í heildarskor.
Riðill 1 | Stig | Skor | Riðill 2 | Stig | Skor |
Gutterballs | 4 | 1939 | GB United – B | 6 | 1981 |
Keflavík 1 | 4 | 1927 | RB | 2 | 1851 |
104 B.C. | 4 | 1829 | Mammút | 2 | 1843 |
Landsbankinn | 0 | 1941 | Flytjandi | 2 | 1790 |
Í gærkvöldi léku því þessi fjögur lið, Gutterballs, Keflavík 1, GB United-B og RB. Enn var það heildaskorið sem réð gangi mála. GB United-B og Gutterballs áttust við í síðasta leiknum og þann leik sigraði GB United-B og tryggðu sér þar með titilinn, Utandeildarmeistarar 2008.
Úrslitariðill | Stig | Skor |
GB United-B | 4 | 1923 |
Gutterballs | 4 | 1778 |
Keflavík 1 | 2 | 1811 |
RB | 2 | 1712 |
Einnig voru veitt önnur verðlaun sem röðuðust þannig:
Hæsti leikur liðs |
ÍR Hertz 762 |
Hæsti leikur einstaklings |
Sigurvin Hreinsson ÍR Hertz 306 |
Hæsta meðaltal liðs |
ÍR Hertz 207,7 |
Hæsta meðaltal einstaklings |
Sigurbjörn Vilhjálmsson ÍR Hertz 212,2 |
Myndir frá verðlaunaafendingunni munu koma síðar.
Við óskum öllum til hamingju og þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna í Utandeildinni 2008 og vonandi eigum við eftir að sjá öll liðin aftur í haust þegar Utandeildin 2009 hefst.
Mótsstjórn