Úrslit Sjóvá Bikarsins, bikarkeppni einstaklinga í keilu fóru fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð sunnudaginn 4. maí 2008. Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Steinþór G. Jóhannsson ÍR eru Bikarmeistarar Sjóvá árið 2008. Er þetta annað árið í röð sem Sigfríður vinnur titilinn og fjórða skiptið í allt, en Sigfríður vann áður árin 2004 og 2005. Steinþór vann áður árin 2001 og 2002. Í öðru sæti voru þau Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR og Björn Guðgeir Sigurðsson KR.
Í úrslitunum vann Sigfríður mótherja sinn Sigurlaugu Jakobsdóttur með 592 pinnum gegn 498. Leikir Sigfríðar voru 155, 230 og 207, en leikir Sigurlaugar 155, 210 og 133. Steinþór vann vann Björn Guðgeir með 623 pinnum gegn 509. Leikir Steinþórs voru 205, 256 og 162, en leikir Björns Guðgeirs 168, 192 og 149.
Í undanúrslitunum vann Sigfríður, Rögnu Matthíasdóttur úr KFR þegar hún spilaði 149, 257 og 151 eða samtals 557 gegn 549. Sigurlaug vann liðsfélaga sinn Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR þegar hún spilaði 174, 175, 208 eða samtals 557 gegn 444. Í karlaflokknum sigraði Steinþór mótherja sinn Andrés Pál Júlíusson nokkuð örugglega með hæstu seríu mótsins 189, 265 og 279 eða samtals 733 gegn 559. Í hinum leiknum vann Björn Guðgeir liðsfélaga sinn Magnús Magnússon KR með 4 pinnum þegar hann spilaði 201, 156 og 162 eða samtals 519 gegn 515.
Úrslitaleikirnir fóru þannig:
Sigfríður Sigurðardóttir KFR 592 Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR 498
Steinþór G. Jóhannsson ÍR 623 Björn Guðgeir Sigurðsson KR 509
Undanúrslitaleikir fóru þannig:
Sigfríður Sigurðardóttir KFR 557 Ragna Matthíasdóttir KFR 549
Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR 557 Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 444
Steinþór G. Jóhannsson ÍR 733 Andrés Páll Júlíusson KR 559
Björn Guðgeir Sigurðsson KR 519 Magnús Magnússon KR 515
8 manna úrslit fóru þannig:
Ragna Matthíasdóttir KFR 571 Sigríður Klemensdóttir ÍR 464
Þórunn Hulda Davíðsdóttir ÍR 396 Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 481
Sigfríður Sigurðardóttir KFR 552 Guðný Gunnarsdóttir ÍR 471
Herdís Gunnarsdóttir ÍR 479 Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR 480
Magnús S. Guðmundsson ÍA 558 Andrés Páll Júlíusson KR 624
Björn Guðgeir Sigursson KR 620 Sigurbjörn S. Vilhjálmsson 541
Steinþór G. Jóhannsson ÍR 648 Arnar Sæbergsson ÍR Forföll
Þórarinn M. Þorbjörnsson ÍR 537 Magnús Magnússon KR 594
Sigurvegararnir, þau Sigfríður og Steinþór, tóku einnig bæði metin fyrir hæstu leiki og hæstu seríur í úrslitaleikjunum. Sigfríður hlaut viðurkenningu fyrir hæstu seríu kvenna 592 og hæsta leik kvenna 257 og Steinþór hlaut viðurkenningu fyrir hæstu seríu karla 733 og hæsta leik karla 279.
Bikarkeppni einstaklinga í keilu hefur verið haldin undir merki Sjóvá frá árinu 1989 og hefur umsjón mótsins undanfarin ár verið í höndum keiluliðsins ÍR-TT og Keiludeildar ÍR. Sjá nánar um úrslit mótsins á heimasíðu KLÍ www.kli.is og íslensku keilusíðunni www.keila.is . Mótstjórnin þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna í mótinu að þessu sinni og vonast til að sjá þá alla á næsta ári.