Að lokinni velheppnaðri árshátíð KLÍ viljum við þakka öllum sem áttu með okkur ánægjulegt kvöld og sérstaklega hinum fjölmörgu sem styrktu okkur með kaupum á happdrættismiðum.
Óskum við vinningshöfunum til hamingju með vinningana og vonum að þeir komi að góðum notum. Ásgrímur Helgi stóð sig að sjálfsögðu frábærlega við veislustjórnina og happdrættisdráttinn, Skagadívurnar sungu sig inn í hjörtu viðstaddra, Hörður Ingi stjórnaði verðlaunaafnhendingingunni af sinni alkunnu röggsemi og síðan var dansað fram á rauða nótt. Keiluhallarmennirnir Rúnar og Agnar, svo og Felix og hans starfsfólk á Rúbín fá einnig sérstakar þakkir fyrir þeirra þátt í að gera framkvæmdina jafn glæsilega úr garði og raun varð á. Síðast en ekki síst, þökkum við hinum fjölmörgu styrktaraðilum sem gerðu happdrættið jafn myndarlegt og það var.
Myndir frá hátíðinni og verðlaunaafhendingunni verða settar inn fljótlega.
Með kveðju
Kvennalandsliðshópurinn