Valkyrjur urðu á miðvikudaginn íslandsmeistarar liða í 1. deild kvenna. Þær báru sigur úr bítum eftir harða rimmu gegn ÍR-TT.
KFR-Valkyrjur eru Íslandsmeistarar liða í kvennaflokki. Þær hófu leik í kvöld með 25 stig gegn 15 stigum ÍR-TT. Þær unnu fyrsta leikinn 4 – 2 og þurftu því aðeins 1,5 stig úr öðrum leiknum til að tryggja titilinn. Þær gerðu betur og unnu 5 -1, en síðasta leikinn unnu síðan TT 5-1. Heildarviðureignin fór því 37 – 23. Skorið hjá þeim var svipað og í gær, Valkyrjur með 2073 og TT með 2032. Alda og Magna voru báðar með 548 og Guðný Gunnars með 545.