ÍR-PLS er Íslandsmeistari liða í karlaflokk. ÍR-PLS hélt áfram þar sem frá var horfið í gærkvöldi og hækkuðu seríuna um 7 pinna (2515) og tóku 18 stig gegn 2.Hjá kvennfókinu var reyndar meiri spenna og eftir tvo leiki í kvöld var jafnt 6 – 6.
ÍR-PLS er Íslandsmeistari liða í karlaflokk. ÍR-PLS hélt áfram þar sem frá var horfið í gærkvöldi og hækkuðu seríuna um 7 pinna (2515) og tóku 18 stig gegn 2. KR-A spilaði 2234 og var Magnús Magnússon hæstur sem fyrri daginn með 640. Hjá PLS var Róbert Dan hæstur með 670. Það má til gamans geta af þessum 24 leikjum hjá liðinu hafa aðeins 7 verið undir 200 enda meðaltalið hjá þeim rúmir 209.
Hjá kvennfókinu var reyndar meiri spenna og eftir tvo leiki í kvöld var jafnt 6 – 6. Hörkubarátta var í síðasta leik, en KFR-Valkyrjur náðu að snúa honum sér í hag í lokinn og unnu 12 – 8, og er því staðan í viðureigninni 25 – 15 fyrir Valkyrjum. Valkyrjur spiluðu 2049 en ÍR-TT 2031. Alda var hæst hjá Valkyrjum með 583 en Guðný hjá TT með 543.
Lokaumferðin er í dag og hefst kl 17:30.