Úrslitakeppnin hálfnuð

Facebook
Twitter

Fyrri helming úrslitakeppnanna í fyrstu deild karla og kvenna lauk á þriðjudaginn.  Lesa má nánar um þetta með því að smella á „meira“ hér að neðan

4 liða úrslitum lauk í kvöld með æsispennandi leikjum.
Í viðureign Lærlinga og PLS höfðu Lærlingar yfir fyrir kvöldið 13,5 – 6,5.  PLS kom heldur betur til baka og unnu 14 – 6 og þar með samanlagt 20,5 – 19,5.  PLS spilaði 2274 og var Steini hæstur með 636.  Lærlingar voru með 2196 og var Freyr þeirra hæstur með 599.
Í hinum karla leiknum áttust við KR-a sem kom með 12,5 stig inní leikinn og KLS sem var með 7,5 stig.  Þar var svipað uppá teningnum og unnu KLS 12 – 8.  Enduðu þannig báðar viðureignirnar eins.  KLS spilaði 2255, Árni Geir hæstur með 641 og KR spilði 2194, en þar var Maggi Magg með hæstu seríu kvöldsins 693.

Hjá konunum unnu Valkyrjur Skutlurnar nokkuð örugglega 16 – 4, samanlagt 31 – 9.  Heildin hjá Valkyrjum var 2064 en 1797 hjá Skutlunum.  Magna átti hæstu seríu Valkyrja 543, en Ella hjá Skutlunum 537.  Í hinum kvenna leiknum öttu kappi TT og Afturgöngur.  Í gær unnu TT 13 – 7, en í kvöld unnu Afturgöngur 13 – 7, og voru síðustu rammarnir æsispennandi.  Þegar jafnt er að stigum gildir heildarskor úr báðum viðureignunum og verður það því TT kemst áfram en þær spiluðu 4211 meðan Afturgöngur spiluðu 4155.  Í kvöld var Helga hæst hjá Afturgöngunum 551 og Silla hjá ÍR-TT með 525.

Hvet ég alla til að mæta á mánudaginn í Keiluhöllina og hvetja sitt lið áfram.  

ÞI

Nýjustu fréttirnar