Síðasta umferð í Hjónamót KFR og Morandé var leikinn síðasta sunnudag. Í loka umferðinni voru Lísa og Böddi í fyrsta sæti án forgjafar, Karólína og Dóri í öðru og Laufey og Bjarki í þriðja. Með forgjöf voru Ragna og Bjarni í fyrsta, Berglind og Sigurbjörn í öðru og Bára og Tóti í þriðja. Að mótinu loknu voru leikin úrslit fyrir veturinn, og þar stóðu Ragna og Bjarni uppi sem sigurvegarar.
