Á síðasta fundi stjórnar var Ásgrímur Helgi Einarsson skipaður formaður landsliðsnefndar. Hann tekur við af Braga Má Bragasyni og mun Ásgrímur ganga í að vinna að langtímaáætlunum fyrir öll landslið á vegum KLÍ ásamt öðrum nefndarmönnum. Á meðan að við Þökkum Braga fyrir vel unnin störf í gegn um tíðina þá bjóðum við Ásgrím velkominn til starfa.
