Um helgina var spiluð 4. og næst síðasta umferð í meistarakeppni ungmenna. Staðan er ansi jöfn í nokkrum flokkum og verður spennandi að sjá hvernig síðasta umferðin fer næsta laugardag. Lokaumferðin hefst kl.9:00 á laugardagsmorgun og hvetjum við alla keilara til að koma og fylgjast með framtíðarkeilurum Íslands takast á í spennandi keppni.
