Þá er dagur 2 á enda runninn og var hann að mörgu leyti góður, en hann spilaðist þannig að Andri spilaði 1106 með hæsta leik 223, hann byrjaði illa eða á 151 og 139 en náði sér á strik eftir það. Skúli spilaði 1072 með 214 sem hæsta leik, það var svipað með Skúla og Andra nema að Skúli átti 2 góða leiki síðan lélegan og svo 2 góða leiki síðan lélegan. Annars gengur mjög vel og þetta verður skemmtilegra með hverjum deginum. Svíar unnu tvímenning drengja, Danir í 2 sæti og Finnar í 3 Þetta er orðið gott að sinni.
Hörður Ingi skrifar frá Helsinki.