8 liða úrslit í Bikarkeppni KLÍ

Facebook
Twitter

 

Á fimmtudag fór fram fyrsti leikur í 8 liða úrslitum Bikarkeppninnar, þegar KFA-ÍA tóku á móti ÍR-TT.  Gestirnir fóru með sigur af hólmi, en þær sigruðu alla þrjá leikina, 633-505, 640-485 og 635-462.
 
Í karlaflokki fór svo fram leikur ÍA og ÍR-L á sunnudag og var skor eftirfarandi:
ÍA    728 – 714 – 646 – 727 alls 2815
ÍR-L 672 – 748 – 768 – 714 alls 2902
Eftir 4 leiki var jafnt 2-2 og því spilaður bráðabani. ÍR-L vann þar 146 gegn 145 eða með einum pinna.
 

Nýjustu fréttirnar