Spenna í milliriðlum

Facebook
Twitter

 Eftir milliriðlana sem fram fóru í kvöld trónir Sigrún Huld Hrafnsdóttir úr KFR á toppnum í kvennaflokki með 1.711 eða 213,9 að meðaltali, 107 pinnum á undan Önnu S. Magnúsdóttur úr ÍR. Í þriðja sæti er Anna Kristín Óladóttir úr KFK.

Aðeins sex konur halda áfram í undanúrslit og var mikil spenna í kringum fimmta og sjötta sætið, en fjórar konur röðuðu sér í fimmta til átta sæta og skildi aðeins einn pinni eina að frá annarri.

Sigurður Björn Bjarkason úr KFKl, sem var í 14. sæti eftir forkeppni, er nú með góða forystu í karlaflokki, 85 pinna.  Næstur á eftir honum er Sigurður Guðmundsson úr KFA, og í þriðja sæti Einar Már Björnsson úr KR.  Átta karlar leika í undanúrslitum.

Undanúrslit og úrslit fara fram annað kvöld, en keppni hefst klukkan 19:00 í Keiluhöllinni.

 

Nýjustu fréttirnar