Í morgun hófst keppni í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf, þegar 17 konur og 27 karlar léku í Keiluhöllinni. Í fyrramálið lýkur forkeppninni, þegar 9 karlar og 6 konur leika.
Eftir fyrri leikdag eru ljós að 6 efstu konurnar og 7 efstu karlarnir sem léku í morgun eru örugg áfram í milliriðil. Í kvennaflokki er Ástrós Pétursdóttir úr ÍR efst með 867, næst kemur Sigrún Huld Hrafnsdóttir úr KFR með 846 og í þriðja sæti er Steinunn Inga Guðmundsdóttir úr KFA með 822.
Snæbjörn B. Þormóðsson úr ÍR er efstur í karlaflokki með 841, Halldór Ragnar Halldórsson úr ÍR er skammt á eftir með 839, og í þriðja sæti er Andrés Páll Júlíusson úr KR með 828.
Keppni heldur áfram klukkan 9:00 í fyramálið, en milliriðill hefst fram klukkan 19:00 á mánudag.