Í gær hófu þeir Arnar Sæbergsson og Ásgeir Þór Þórðarson keppni á Luxembourg Open sem að er hluti af evrópumótaröðinni. Þeir spiluðu sína fyrstu 6 leiki í forkeppninni í gær og gekk Ásgeiri ágætlega og spilaði hann 1274 og er sem stendur í 13. sæti. Arnar spilaði 1176 og er hann í 39. sæti. Þeir munu síðan báðir spila seinni partinn í dag, kl.16 og 21. Bestum árangri til þessa hefur Paul Moor (1390) náð og í öðru sæti er Martin Larsen (1374) frá Svíþjóð sem að ætti að vera flestum íslenskum keilurum vel kunnugur. Fylgjast má með mótinu á heimasíðu mótsins www.luxembourg-open.lu
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu