Breytingar á stjórn KLÍ

Facebook
Twitter

Í síðustu viku sögðu þeir Bragi Már Bragason, varaformaður og Valgeir Guðbjartsson sig úr stjórn KLÍ.  Þá hættir Bragi Már einnig sem formaður landsliðsnefndar.  Valgeir mun áfram starfa í unglinganefnd og landsliðsnefnd og Bragi mun að sinni sjá um innslátt á skori úr Keiluhöllinni á þriðjudögum.

Við sem eftir sitjum í stjórn viljum þakka þeim Braga og Valgeiri kærlega fyrir samstarfið og framlag sitt til keilunnar á Íslandi.

Sæti Valgeirs og Braga í stjórn taka Laufey Sigurðardóttir og Einar Jóel Ingólfsson.

Nýjustu fréttirnar