Hætt hefur verið við Tvíkeilu Keiluvina sem átti að vera um helgina vegna lélegra þátttöku en aðeins 4 pör tilkynntu þátttöku. Nú verðum við að fara að horfa í svuntufaldinn eða eigin barm eða allavega að fara að skoða þessi mál frekar. Það er búið að velja landsliðshópa og þeir einstaklingar sem eru í þessum hópum verða að hafa metnað og áhuga að spila í þeim mótum sem eru til boða umfram deildina. Þegar er gefið kost á sér í landslið leggur maður á sig töluverða vinnu til að verða valinn til að spila fyrir land og þjóð, það er að segja ef áhugi er fyrir hendi.
