Dregið í bikar og frestanir

Facebook
Twitter

Dregið verður í 32-liða úrslit í bikarkeppni karla í kvöld kl. 18:45 í Keiluhöllinni. 18 lið eru skráð til keppni, þ.a. aðeins verða 4 lið dregin úr pottinum að þessu sinni. Reglum samkvæmt verða núverandi bikarmeistarar, ÍR-PLS ekki í pottinum.

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta öllum leikjum sem áttu að fara fram þriðjudaginn 6. nóvember. Mótanefnd vinnur að því að finna annan tíma, og verður birt frétt um leið og lausn er fundin. Af þessum sökum má búast við því að bikarleikirnir í 32-liða úrslitum verði færðir frá áður auglýstum tíma 22. nóvember 2007.

Nýjustu fréttirnar