Í gær lauk forkeppni í Evrópumóti landsmeistara. Sigfríður Sigurðardóttir endaði í 24. sæti með samtals 4319 (179,96), en Magnús Magnússon í því 19. með alls 4750 (197,92). Efst í kvennaflokki er Ingunn Oien frá Noregi með 5029 (209,54) og í karlaflokki Marco Reviglio frá Ítalíu með 5357 (223,21). Úrslit verða spiluð í dag. Sjá heimasíðu mótsins.
