Nú er 2. keppnisdegi lokið á Evrópumóti landsmeistara. Mads Sandbækken frá Noregi er enn í 1. sæti í karlaflokki með 3567, eða 222,94 í meðaltal, en í kvennaflokki er landsmaður hans Ingunn Oien efst með 3406 eða 213 í meðaltal. Magnús Magnús er í 17. sæti með samtals 3193 eða 199,56 í meðaltal, en Sigfríður Sigurðardóttir er í 22. sæti með 2966 eða 185,38 í meðaltal. Á morgun verður keppt í blandaðri olíu, langri og stuttri, en eftir það komast 8 efstu í hvorum flokki áfram í úrslit. Sjá nánar heimasíðu mótsins:
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu